Horfnir Ströndungar segja frá

 

Árið 2001 opnaði vefurinn Ísmús - íslenskur músík- og menningararfur. Vefurinn er gagnagrunnur sem geymir og birtir á vefnum gögn um íslenska menningu fyrr og nú: hljóðrit, ljósmyndir, kvikmyndir, handrit og texta. Þar má finna gamlar upptökur og fleira efni um einstaklinga, m.a. frá Bakkafirði og Langanesströnd. Hér eru settar inn nokkrar upptökur af burthorfnum Bakkfirðingum, en fleiri upptökur má finna á www.ismus.is.

 

 

Árni Friðriksson

Árni fæddist 1. júlí 1890 og lést 21. janúar 1975. Hann var sjómaður, útgerðarmaður og bóndi í Bergholti. Tekið var viðtal við hann í ágúst 1969. Hér segir hann frá Þorgeirsbola og fleiri sögum.

 

 

 

Árni Lárusson

Árni Steinþór Lárusson fæddist 21. janúar 1904. Hann lést árið 1994. Margir muna eftir honum í seinni tíð sem umsjónarmanni frystiklefans í þorpinu. Tekið var viðtal við hann í júní 1977. Hér segir hann frá álagabletti í Bakkafirði, sem ekki mátti hreyfa við. Systir hans, Arnfríður Lárusdóttir, skýtur inn athugasemdum á mili.

 

 

 

logo

Jón Eiríksson frá Miðfirði

Jón Marinó Eiríksson fæddist í Miðfirði 3. apríl 1905. Hann lést 4. október 1983. Alla sína tíð var hann bóndi í Miðfirði. Tekið var viðtal við hann í júní 1977. Á upptökunni hér segir hann frá draugnum Tungubresti.

 

 

 

Guðrún Vigfúsdóttir á Bakka

Guðrún Vigfúsdóttir fæddist árið 1888. Hún var húsfreyja á Bakka, síðar á Grímsstöðum og loks í Reykjavík. Henni var margt til lista lagt. Vísur eftir hana hafa varðveist og eru birtar hér annars staðar á síðunni. Hún ræktaði blómlegan garð á Bakka í norðaustan næðingnum. Hún lést 1974. Tekið var viðtal við hana í apríl 1969. Hér segir hún frá Ólafi afa sínum, sem var steinsmiður og fór til Ameríku með öll sín börn, nema móður Guðrúnar.

 

 

 

Lára Höjgaard frá Bakka

Lára Friðný Aðalheiður Jónsdóttir Höjgaard fæddist á Bakka í Bakkafirði 3. desember 1912. Hún lést 4. desember 1999. Lára bjó á Bakka nánast alla sína tíð. Tekið var viðtal við hana í ágúst 1969. Á upptökunni mælir hún af munni fram skemmtilega þulu.

 

 

 

Séra Sigmar Torfason

Sigmar Ingi Torfason fæddist á Hofi í Norðfirði 15. ágúst 1918. Hann lést 4. ágúst 1997. Stúdent frá Mennaskólanum á Akureyri og lauk embættisprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands 1944. Sama ár vígðist hann til Skeggjastaða. Var prófastur frá 1965, þ.e.a.s. yfirprestur í sínu prófastdæmi. Gegndi prestþjónustu til ársins 1989. Upptakan fór fram í ágúst 1969. Hér syngur Sigmar "Rægður varstu fyrir ranga sök", úr Passíusálmum sr. Hallgríms Péturssonar.

 

 

 

Sigríður Árnadóttir frá Saurbæ

Sigríður fæddist 9. desember 1890. Hún lést 21. september 1974. Lengi húsfreyja á Sóleyjarvöllum og í Saurbæ. Síðast búsett í Kópavogi. Afi hennar var Sigurður Magnússon, bóndi í Kverkártungu. Upptakan fór fram í Kópavogi í apríl 1970. Hér segir hún frá því að hún muni eftir húslestrum með gamla húslestrarlaginu.

 

 

 

Þórarinn Magnússon frá Steintúni

Þórarinn Valdemar Magnússon Thorlacius fæddist 17. desember 1902. Hann lést 6. ágúst 1978. Bóndi í Höfn í Bakkafirði frá 1924-31. Mjólkurbússtjóri á Siglufirði árið 1933. Bóndi í Steintúni í Bakkafirði um 1934-59. Var um tíma á Akureyri, síðar afgreiðslumaður í Reykjavík. Síðast búsettur í Reykjavík. Þórarinn var eitt margra skálda frá Bakkafirði. Gaf út sex ljóðabækur, Útfall, Litir í laufi, Aldir rísa og falla, Á jónsmessunótt, Undir felhellum og 11. maí. Hér segir Þórinn frá gröf tveggja Fransmanna í túninu á Bakka og mannabeinafundi í Höfn. Upptakan fór fram í júní 1978, mánuði áður en Þórarinn lést.